Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins. Mál sem þessi eru á forræði ríkissaksóknara en Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, telur sig vanhæfa til að fjalla um málin og tilkynnti dómsmálaráðherra það í desember. Þann 22. mars setti dómsmálaráðherra því Höllu Bergþóru til að fjalla um málið.
Davíð Þór Björgvinsson, sem var settur saksóknari í endurupptökumáli fimmmenninganna sem voru sýknaðir af aðild að málinu síðasta haust vakti sérstaka athygli ríkissaksóknara á ábendingum, sem höfðu borist um afdrif Guðmundar og Geirfinns, þegar hann skilaði málinu af sér til ríkissaksóknara.