fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Hús dauðans til sölu á Hellu: „Ástand eignarinnar er þokkalegt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 17. maí 2019 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þá sem eru í fasteignahugleiðingum, en leiðist að búa í fjölbýli, er sennilega best að skoða einbýlishús en fjárhagurinn leyfir það þó líklega í fæstum tilvikum. Ekki örvænta þó, því ef þú ert tilbúin að yfirgefa nútímaþægindi höfuðborgarsvæðisins þá er neðangreint hús falt fyrir aðeins 10,9 milljónir króna.

„Fólk talar eins og fasteignaverð sé eitthvað galið á Íslandi, á meðan er hægt að kaupa þetta einbýlishús/glæpavettvang(?) á léttar 11 milljónir,“ tísti spaugfuglinn og pistlahöfundurinn Hrafn Jónsson þar sem hann deildi myndum af einbýlishúsi sem er til sölu í Þykkvabæ á Hellu.

Eignin er í sölu hjá Fasteignasölunni Fasteignaland og er eigninni lýst með eftirfarandi hætti í auglýsingu þeirra:

Fasteignaland kynnir: tvílyft einbýlishús við Hábæ í Þykkvabæ. Um er ræða 97,8 fm hús á á 832 fm eignarlóð. Húsið er byggt árið 1943. Jarðhæð hússins er skráð 69,9 fm, ris 27,9 fm. Húsið hefur verið endurnýjað að hluta þ.e.a.s tvær hliðar hússins klæddar og ný einangrun sett í veggi. Gluggar og gler að hluta. Að innan hefur húsið verið endurbætt, rafmagn og innréttingar en frágangi er ólokið. Hiti er í gólfum á jarhæð hússins. Skriðkjallari er í húsinu.

[…] Ástand eignarinnar er þokkalegt og hefur eignin verið talsvert endurnýjuð en þarfnast lokafrágangs.

Þegar myndi af eigninni eru skoðaðar virðist það vissulega rétt að eignin hafi verið endurnýjuð að hluta. Eldhúsinnrétting og tæki virðast fremur nýleg þó svo að blaðamaður þekki ekki alveg stílinn sem hönnuðurinn hefur farið eftir. Líklega voru fyrri eigendur ákaflega hávaxnir sem útskýrir borðplötuna sem er ofan á ofninum en blaðamaður er nokkuð viss um að stiginn upp á risið hljóti að brjóta einhverjar byggingareglugerðir. Viljum við einu sinni vita hvað skriðkjallari er ?

Sjón er sögu ríkari

Áhugaverð eldhúsinnrétting
Borðplata ofan á ísskáp og ofni? Er það Skandinavísk hönnun ?
Þetta er ekkert draugalegt, blaðamaður myndi alveg gista þarna……
Þessi stigi er ekki traustvekjandi
Þetta getur ekki staðist reglugerðir
Kannski er hurðinni sleppt til að skapa birtuflæði ? Sturtuhengið er þá baðherbergishengi líka. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt
Endurnýjað að hluta, getiði séð hvaða hluti hefur verið endurnýjaður ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum
Fréttir
Í gær

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“