fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Ný könnun Seðlabankans: Væntingar um verðbólgu hafa minnkað

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. maí 2019 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýleg könnun Seðlabanka Íslands á væntingum markaðsaðila bendir til þess að væntingar um verðbólgu hafi minnkað frá síðustu könnun bankans í lok janúar síðastliðnum. Nú vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,3 prósent á öðrum og þriðja ársfjórðungi í ár en hjaðni í 3 prósent á fjórða ársfjórðungi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankans en bankinn kannaði væntingar markaðsaðila dagana 6. til 8. maí síðastliðinn. Leitað var til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það er banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 23 aðilum og var svarhlutfallið því 82 prósent.

Í niðurstöðunum kemur fram að markaðsaðilar vænti þess að verðbólga verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö ár. Í könnuninni var enginn sem taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir en í fyrri könnun bankans taldi tæpur fjórðungur svo vera.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum
Fréttir
Í gær

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa