fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Rannsókn á nauðgunarkæru Assange hafin að nýju

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn meintrar nauðgunar blaðamannsins og stofnanda Wikileaks, Julian Assange, mun hefjast að nýju í Svíþjóð. Málið hafði áður verið fellt niður fyrir tveimur árum en lögmaður meints brotaþola fór þess á leit að það yrði tekið upp aftur. Níu ár eru liðin frá því að ásakanirnar komu fyrst fram. Frá þessu er greint á vef Aftonbladet.

Í morgun greindi saksóknarembættið í Svíþjóð frá því að rannsóknin yrði tekin upp aftur. Julian Assange hefur allt tíð neitað sök í málinu. Rannsókn málsins leiddi til þess á sínum tíma að Assange leitaði hælis í sendiráði  Ekvador í Lundúnum en með því móti komst hann hjá framsali til Svíþjóðar.

Líkt og áður hefur verið greint frá var Assange handtekinn í sendiráðinu í síðasta mánuði eftir að Ekvadór afturkallaði verndina yfir honum.  Hann hafði þá dvalið í sjö ár í sendiráðinu. Í kjölfarið var óttast að Assange yrði framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um hlutdeild í stórum gagnaleka þar sem trúnaðargögn Bandarískra yfirvalda voru birt á netinu. Bandaríkin hafa farið fram á að Assange verði framseldur til þeirra frá Bretlandi en þar sem rannsókn á meintri nauðgun verður hafin að nýju þarf að líkindum að taka afstöðu til þess hvort Assange verði framseldur til Bandaríkjanna, eða til Svíþjóðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“

Þóra hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu – „Fegin að snúa mér að einhverju öðru“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“