Gordon Strachan, fyrrum landsliðsþjálfari Skotlands, var rekinn frá Sky Sports fyrr á þessu ári.
Strachan ræddi barnaníðinginn Adam Johnson en hann losnaði nýlega úr fangelsi eftir að hafa setið inni í þrjú ár.
Johnson er fyrrum atvinnumaður en hann lék með liðum eins og Sunderland og Manchester City áður en hann var handtekinn.
Strachan ræddi Johnson í þætti Sky Sports og spurði fólk að því hvort það væri í lagi að tala niður til Johnson eftir að hann hafði tekið út sína refsingu.
Strachan líkti því við þegar svartir leikmenn verða fyrir kynþáttahatri og gaf í skyn að Johnson ætti ekki skilið að fá það áreiti sem hann hefur fengið.
,,Ég biðst afsökunar á þessum klaufalegu orðum. Ég hef verið ásóttur og niðurlægður fyrir eitthvað sem var klaufalegt,“ sagði Strachan.
,,Ég myndi ekki óska mínum versta óvini þessa upplifun. Ég borðaði ekki í þrjá daga, gat ekki sofið og gat ekki talað við neinn.“
,,Þetta hafði stór áhrif á fjölskylduna og ég finn ennþá fyrir þessu. Þegar ég sit einn með sjálfum mér hugsa ég bara: ‘vá’.