fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Sport

Gunnar Nelson: „Ég ætla að klára þá alla“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. mars 2017 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það virðist engu máli skipta Gunnar Nelson við hverja hann berst, í hvaða sæti þeir eru eða hversu nálægt hann er því að geta barist um titilinn. Það sem skiptir hann máli er að klára bardagana sína.“

Á þessum orðum hefst grein á ESPN um bardagamanninn íslenska. Gunnar vann Alan Jouban í UFC bardaga fyrir rúmri viku, í London. Í greininni er haft eftir Gunnari að hann vilji ljúka öllum sínum bardögum með rothöggi eða uppgjöf andstæðingsins. Honum hugnist ekki að safna stigum til að vinna með ákvörðun dómara.

„Sumir þessara manna ganga í hornin sín eftir og fá að heyra að þeir hafi unnið lotuna. Í mín eyru hljómar það þannig að þeir séu að reyna að vinna lotur.“

Gunnar heldur áfram. „Mér finnst að bardagamaður eigi að klára bardagann ef hann getur. Ef þú vilt verða sannur meistari þarftu að klára bardagann. Þannig lít ég á það.“

„Ef maður er meistari en bardagarnir fara alltaf alla leið þá hefur þú sýnt að þú getur haldið beltinu gegn þeim bestu, en ég vill verða sannur meistari.“

Gunnar vann Jouban á hengingartaki í bardaganum á dögunum, eftir að hafa vankað hann með höggi. Hann vinnur yfirleitt bardaga sína á hengingartaki.

Haft er eftir Gunna að þjálfarinn hans, John Kavanagh, hafi haft frumkvæði að því að gefa bardaga við Stephen Thompson undir fótinn. „Ég myndi elska að berjast við hann, en ég heyri að hann vill ýmis Robbie [Lawler] eða Carlos [Condit]. Það er í lagi. Ég mæti honum bara síðar. Mér er alveg sama við hvern af þessum bestu ég berst. Ég ætla að klára þá alla, eða flesta þeirra allavega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hafði furðað sig á liðsfélögum Gylfa – „Loksins“

Hafði furðað sig á liðsfélögum Gylfa – „Loksins“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar

Í forgangi að styrkja þessar þrjár stöður hjá United í sumar
433Sport
Í gær

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Í gær

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Í gær

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Í gær

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu