fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Hér eru ódýrustu borgir Evrópu

Helgarferð til útlanda þarf ekki að kosta fúlgur fjár

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. mars 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf ekki endilega að eyða heilum mánaðarlaunum, eða því sem næst, þegar farið er í helgarferð til áfangastaða víða í Evrópu. Pör sem ákveða til dæmis að fara til Vilníus, höfuðborgar Litháens, geta notið alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða fyrir um það bil 40 þúsund krónur svo dæmi sé tekið.

Post Office Travel Money, breskt ferðaþjónustufyrirtæki, birti á dögunum lista yfir ódýrustu borgir Evrópu. Teknar voru saman upplýsingar um hvað dæmigerð helgarferð, frá föstudegi til sunnudags, kostar. Inni í þessari upphæð er meðal annars matur á veitingahúsi, hótelgisting og almenningssamgöngur, en hafa ber í huga að flugfargjöld eru ekki í upphæðinni enda geta þau verið mjög misjöfn eftir flugfélögum og hvenær er farið. Flogið er til nokkurra af þessum áfangastöðum beint frá Íslandi en í sumum tilfellum þarf að taka tengiflug sem gæti hækkað kostnaðinn og lengt ferðalagið talsvert.

Loks er rétt að geta þess að um viðmiðunarverð er að ræða og þótt hægt sé að eyða mun hærri upphæðum gefur verðið ágæta mynd af verðlagi í viðkomandi borgum.


1.) Paphos, Kýpur – 19.200 krónur

Paphos er rúmlega 60 þúsund íbúa strandborg á suðvesturströnd Kýpur. Samkvæmt úttekt Post Office, sem náði til 36 evrópskra borga, er Paphos sú ódýrasta. Hægt er að komast til Paphos til dæmis frá London og fleiri stöðum í Evrópu.

Kaffibolli:356 krónur
Bjór: 320 krónur
Gos: 260 krónur
Vínflaska: 390 krónur
Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 4.600 kónur
Rúta eða lest frá flugvelli til miðborgar: 370 krónur
Tveggja daga almenningssamgöngukort: 1.230 krónur
Útsýnisferð í rútu um borgina: 2.000 krónur
Kostnaður við að skoða vinsælasta kennileiti borgarinnar – Pafos Mosaics: 550 krónur
Kostnaður við skoða safn – Ethnographical Museum of Pafos : 370 krónur
Kostnaður við að skoða listasafn – Pafos Municipal Gallery: Ókeypis
Tveggja nátta gisting fyrir tvo fullorðna á þriggja stjörnu hóteli: 8.600 krónur


2.) Vilníus, Litháen – 19.344 krónur

Vilníus er höfuðborg Litháens og verður þessi fallega borg sífellt vinsælli meðal ferðalanga. Hægt er að komast beint til Vilníus frá Keflavík með Wizz Air.

Kaffibolli: 185 krónur
Bjór: 257 krónur
Gos: 220 krónur
Vínflaska: 294 krónur
Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 6.000 krónur
Rúta eða lest frá flugvelli til miðborgar: 160 krónur
Tveggja daga almenningssamgöngukort: 854 krónur
Útsýnisferð í rútu um borgina: 1.470 krónur
Kostnaður við að skoða vinsælasta kennileiti borgarinnar – Church of St Anne: Ókeypis
Kostnaður við skoða safn – Palace of the Grand Dukes of Lithuania: 430 krónur
Kostnaður við að skoða listasafn – National Gallery of Art: 220 krónur
Tveggja nátta gisting fyrir tvo fullorðna á þriggja stjörnu hóteli: 9.200 krónur


3.) Riga, Lettland – 20.836 krónur

Höfuðborg Lettlands hefur upp á svo margt að bjóða; fegurð, góðar verslanir og ýmiskonar afreyingu. Hægt er að komast beint til Riga frá Keflavík með airBaltic.

Kaffibolli: 370 krónur
Bjór: 306 krónur
Gos: 294 krónur
Vínflaska: 430 krónur
Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 7.400 krónur
Rúta eða lest frá flugvelli til miðborgar: 280 krónur
Tveggja daga almenningssamgöngukort: 1.230 krónur
Útsýnisferð í rútu um borgina: 1.840 krónur
Kostnaður við að skoða vinsælasta kennileiti borgarinnar – Dome Cathedral: 370 krónur
Kostnaður við skoða safn – Latvian National Museum of Arts: 430 krónur
Kostnaður við að skoða listasafn – Art Museum Riga Bourse: 430 krónur
Tveggja nátta gisting fyrir tvo fullorðna á þriggja stjörnu hóteli: 7.500 krónur


4.) Varsjá, Pólland – 21.200 krónur

Varsjá er vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna enda falleg borg sem hefur upp á flest að bjóða sem ferðamenn sækja í. Hægt er að fljúga beint til Varsjár, til dæmis með Wizz Air, Wow air og Icelandair.

Kaffibolli: 300 krónur
Bjór: 240 krónur
Gos: 180 krónur
Vínflaska: 450 krónur
Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 4.400 krónur
Rúta eða lest frá flugvelli til miðborgar: 260 krónur
Tveggja daga almenningssamgöngukort: 715 krónur
Útsýnisferð í rútu um borgina: 1.800 krónur
Kostnaður við að skoða vinsælasta kennileiti borgarinnar – Royal Castle : 895 krónur
Kostnaður við skoða safn – Warsaw Uprising Museum: 600 krónur
Kostnaður við að skoða listasafn – Zacheta Gallery: 450 krónur
Tveggja nátta gisting fyrir tvo fullorðna á þriggja stjörnu hóteli: 11.000 krónur


5. Búdapest, Ungverjaland – 21.700 krónur

Búdapest er ein vinsælasta borg Evrópu meðal ferðamanna enda er hún bæði falleg og ódýr. Hægt er að komast beint til Búdapest frá Keflavík með Wizz Air.

Kaffibolli: 230 krónur
Bjór: 314 krónur
Gos: 188 krónur
Vínflaska: 500 krónur
Þriggja rétta máltíð fyrir tvo með víni hússins: 4.800 krónur
Rúta eða lest frá flugvelli til miðborgar: 295 krónur
Tveggja daga almenningssamgöngukort: 1.385 krónur
Útsýnisferð í rútu um borgina: 2.500 krónur
Kostnaður við að skoða vinsælasta kennileiti borgarinnar – Matthíasarkirkjan : 630 krónur
Kostnaður við skoða safn – Hungarian National Museum: 670 krónur
Kostnaður við að skoða listasafn – Hungarian National Gallery: 755 krónur
Tveggja nátta gisting fyrir tvo fullorðna á þriggja stjörnu hóteli: 9.430 krónur

Fleiri ódýrar borgir:

Kraká, Pólland – 22.300 krónur
Lissabon, Portúgal – 22.500 krónur
Prag, Tékkland – 25.250 krónur
Aþena, Grikkland – 26.500 krónur
Palma, Mallorca – 27.200 krónur
Strasbourg, Frakkland – 27.800 krónur
Dubrovnik, Króatía – 28.700 krónur
Tallin, Eistland – 29.000 krónur
Lille, Frakkland – 29.600 krónur
Nice, Frakkland – 30.400 krónur
Moskva, Rússland – 30.600 krónur
Berlín, Þýskaland – 32.000 krónur
Madrid, Spánn – 36.200 krónur
Róm, Ítalía – 36.500 krónur
Edinborg, Skotland – 37.500

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar