Jordan Pickford, markvörður enska landsliðsins og Everton er harkalega gagnrýndur í enskum blöðum í dag. Ástæðan er sú að markvörðurinn lagði í fatlaðastæði.
Pickford lagði Lamborghini Urus, jeppanum sínum í stæði fyrir fatlaða. Bíllinn kostar meira en 25 milljónir.
Pickford var að versla í Traffor Center, verslunarmiðstöð í Manchester, sem margir heimsækja.
Markvörðurinn nennti ekki að labba langt og lagði því í stæði fyrr fatlaða. Pickford verður í eldlínunni í kvöld þegar Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson, eigast við. Burnley heimsækir þá Everton, í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd af þessu má sjá hér að neðan.