Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United hefur ekki gleymt því hversu mikið Gary Neville og Paul Scholes, gagnrýndu starf hans hjá félaginu.
Mourinho var rekinn frá félaginu í desember en Scholes var manna duglegastur að gagnrýna störf hans.
Mourinho leitar að nýju starfi og segir það ekki fyrir alla að vera í þjálfun.
,,Við erum með á Englandi, geggjaða leikmenn, þeir eru frábærir í sjónvapri. Þeir taka við liði, eftr tvo mánuði er það búið. Þeir hætta og fara heim,“ sagði Mourinho.
Neville tók við Valencia og gekk ömurlega og Scholes hætt sem stjóri Oldham eftir mánuð í starfi.
,,Sumir hafa þetta í sér og aðrir ekki.“