Ada Hegerberg er nafn sem margir kannast við en hún var í fyrra kosin besta knattspyrnukona heims.
Hegerberg er 23 ára gömul en hún leikur með Lyon í Frakklandi og vann Ballon d’Or verðlaunin sem eru afhent bestu knattspyrnukonu sem og knattspyrnumanni heims.
Hún mun hins vegar ekki taka þátt á HM kvenna í sumar sem hefst þann 7. júní næstkomandi.
Hegerberg hefur neitað að spila með norska landsliðinu frá árinu 2017 en þá lagði hún landsliðsskóna á hilluna.
Hegerberg berst fyrir réttindum kvenna og er ósátt með hvernig komið er við knattspyrnukonur í Noregi.
Hegerberg var ekki valinn í landsliðshóp Noregs fyrir komandi verkefni en hún á að baki 66 leiki og hefur skorað í þeim 38 mörk.
Andrine Hegerberg er systir Ada og mun hún heldur ekki taka þátt í mótinu. Hún leikur með Paris Saint-Germain og á að baki 17 landsleiki fyrir Noreg.
Ada ræddi þessa ákvörðun fyrr á árinu og segir hana vera auðvelda og mun hún ekki íhuga að snúa aftur fyrr en horft er sömu augum til kvenna og karlalandsliðsins.