Liverpool mun spila við Barcelona í Meistaradeild Evrópu í næstu viku í undanúrslitum keppninnar.
Liverpool mætti Barcelona á miðvikudaginn en þurfti að sætta sig við 3-0 tap gegn þeim spænsku.
Seinni leikur liðanna fer svo fram á Anfield í næstu viku og ljóst að verkefnið verður mjög erfitt.
Carlsberg, einn af styrkstaraðilum Liverpool hefur ákveðið að gefa út sérstakan bjór fyrir leikinn.
Bjórinn verður í boði fyrir stuðningsmennn Liverpool en hann rauður rétt eins og treyja félagsins.
Bjórinn er til heiðurs Bill Shanky, fyrrum stjóra liðsins sem ákvað að breyta liti búningsins í rauðan til að ógna andstæðingum félagsins frekar.
Mynd af bjórnum má sjá hér.