Neymar leikmaður PSG er í alvarlegri klípu eftir að hafa slegið til áhorfanda um helgina. Atvikið átti sér stað eftir tap í úrslitum bikarsins.
Rennes vann 2-0 sigur á PSG í leiknum en eftir leik voru leikmenn PSG að labba upp stigann og taka á móti silfurverðlaunum.
Neymar fór þá að pirra sig á stuðningsmanni sem sagði eitthvað við hann, Neymar ákvað að slá til hans.
Sagt er að Neymar gæti fengið átta leikja bann en fyrir helgi fékk hann þriggja leikja bann í Meistaradeildinni.
,,Ég kunni mjög illa við að sjá þetta,“ sagði Thomas Tuchel þjálfar PSG.
,,Það er ekki boðlegt að gera svona, það er ekki gott að tapa en þú verður að sýna virðingu. Þetta má ekki.“
Atvikið er hér að neðan.