fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Danskur eigandi Vero Moda og Jack og Jones missti þrjú börn í hryðjuverkaárásunum á Sri Lanka í gær

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. apríl 2019 07:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðfest hefur verið að þrjú dönsk börn létust í hryðjuverkaárásunum á Sri Lanka í gær. Þau voru systkin og voru í fríi með foreldrum sínum. Fjórða systkinið og foreldrarnir sluppu lifandi frá hryllingnum. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra, batt í gær enda á páskafrí sitt og hélt heim á leið frá Færeyjum.

Hann ræddi stuttlega við fréttamenn í gærkvöldi og staðfesti þá að Danir væru á meðal hinna föllnu.

„Þetta fyllir mig sorg og sársauka. Það er ómögulegt að setja sig inn í þessa martröð sem fólk gengur nú í gegnum. Þetta er óendanlega sárt og það er hræðilegt að vita að fjölskyldur voru myrtar í dag.“

Sagði Lars Løkke sem var greinilega djúpt snortinn.

Hann sagði að dönsk yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða Dani á Sri Lanka. Talið er að um 2.000 Danir séu þar núna.

Danski herinn sendi í gær flugvél til Colombo, höfuðborgar Sri Lanka. Danir eru ekki með sendiráð á Sri Lanka en norska sendiráðið gætir hagsmuna Dana í landinu og hafa Danir aðgang að öllum starfsmönnum sendiráðsins og öðru er þeir kunna að þarfnast. Með flugvélinni fóru lögreglumenn, starfsfólk frá utanríkisráðuneytinu og almannavörnum. Neyðarþjónustu verður komið upp í Colombo fyrir Dani.

Dönsku börnin þrjú voru í fríi á Sri Lanka með foreldrum sínum, þeim Anders Holch Povlsen og Anne Holch Povlsen. Anders er ríkasti maður Danmerkur að mati Bloomberg sem segir hann eiga rúmlega 41 milljarð danskra króna. Hann á Bestseller fatafyrirtækið sem á meðal annars hin þekktu vörumerki Vero Moda og Jack & Jones. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins staðfesti við danska og norska fjölmiðla nú í morgun að þrjú börn Anne og Anders hefðu látið lífið í hryðjuverkaárásunum.

Yfirvöld á Sri Lanka staðfestu í morgun að 290 hafi látist í ódæðisverkunum. Um 500 særðust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Í gær

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári