fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Atli Heimir er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. apríl 2019 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt fremsta tónskáld þjóðarinnar, Atli Heimir Sveinsson, er látinn, áttræður að aldri. Frá þessu er greint á vef RÚV en RÚV barst tilkynning um málið frá fjölskyldu tónskáldsins.

Atli Heimir var einn af upphafsmönnum nútímatónlistar á Íslandi og var afar fjölhæft tónskáld. Hann samdi framúrstefnulega og krefjandi tónlist en líka aðgengilegri tónlist. Hann samdi mörg verk fyrir kóra og mikið af leikhústónlist við vinsælar uppfærslur. Í frétt RÚV segir:

„Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga, fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann síðan L’ordre du merite culturel frá Póllandi og var var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku tónlistarakademíuna árið 1993. Hann hélt fyrirlestra við ýmsa háskóla víða um heim og var gestakennari við CalArts í Los Angeles og Brownháskólann í Providence, Rhode Island. Atli Heimir var staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2004-2007.“

Eiginkona Atla Heimis var Sif Sigurðardóttir en hún lést árið 2018. Synir Atla Heimis eru Teitur sem fæddur er árið 1969 og Auðunn, fæddur 1971. Atli Heimir átti sjö barnabörn.

DV sendir fjölskyldu og vinum Atla Heimis innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina