fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. apríl 2019 20:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu tuttugu dagarnir í aprílmánuði í Reykjavík voru þeir næsthlýjustu á þessari öld. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í færslu á bloggsíðu sinni. Á síðustu 145 árum hefur aðeins fjórum sinnum verið hlýrra í apríl.

„Hlýindin hafa haldið áfram. Meðalhiti fyrstu 20 daga aprílmánaðar í Reykjavík er +5,5 stig, +3,3 stigum ofan meðallags sömu daga áranna 1961-1990 og +1,9 ofan meðallags síðustu tíu ára. Dagarnir 20 þeir næsthlýjustu á öldinni, árið 2003 var meðalhiti þeirra +6,0 stig. Kaldastir voru þeir 2006, meðalhiti +0,9 stig. Á langa listanum (145 ár) er hitinn nú í 5. hlýjasta sæti, hlýjast var 1974, meðalhiti dagana 20 +6,1 stig. Kaldastir voru þeir 1876, -3,7 stig og -2,1 stig 1951.“

Það er víðar en í Reykjavík sem hiti er ofan meðallags. Á Akureyri er meðalhiti þessa fyrstu 20 daga 5,7 stig sem er 4,8 stigum ofan meðallags áránna 1961 til 1990 en 3,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.

„Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum landsins, vikið er mest við Mývatn, +3,4 stig, en minnst er það við Laufbala, +0,7 stig, og +1,0 í Veiðivatnahrauni.“

Þá segir Trausti að úrkoma í Reykjavík hafi mælst 61,2 mm og er það vel umfram meðallag, en þó ekki nærri neinu meti. „Á Akureyri hefur úrkoman hins vegar mælst aðeins 4,0 mm – um fimmtungur meðalúrkomu – en ekki þó met heldur.“

Þá hafa sólskinsstundir mælst 87,1 í Reykjavík það sem af er mánuði og er það nærri meðallagi, að sögn Trausta. Ekki er útlit fyrir að þetta breytist mikið og segir Trausti að hita er spáð ofan meðallags síðasta þriðjung aprílmánaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn