Tveir einstaklingar eru í haldi lögreglu eftir að eldur kom upp í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði á fjórða tímanum í dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og mikill viðbúnaður var á svæðinu. Eldurinn kviknaði í íbúð á fjórðu hæð hússinss. Fimmtíu manns búa í húsinu. Fjórum var bjargað úr húsinu en enginn mun hafa hlotið alvarleg meiðsl. Tjónið mun vera umtalsvert. Slökkvistarfi lauk á sjöunda tímanum í kvöld.
Sem fyrr segir eru tveir einstaklingar í haldi lögreglu í tengslum við brunann og er þeim haldið vegna rannsóknarhagsmuna.