fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Breytti um nafn í von um að fá tækifæri með landsliðinu

433
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir stuðningsmenn Arsenal sem muna eftir varnarmanninum Nico Yennaris.

Yennaris er uppalinn hjá Arsenal en lék aðeins einn deildarleik með liðinu frá 2011 til 2014 áður en hann hélt til Brentford.

Þar spilaði Yennaris 144 deildarleiki á fimm árum en samdi við kínverska félagið Beijing Guoan fyrr á árinu.

Yennaris er fæddur og uppalinn í London en faðir hans kemur frá Kýpur og móðir hans er kínversk.

Yennaris hefur nú ákveðið að breyta nafni sínu í Li Ke í von um að fá tækifæri með kínverska landsliðinu.

Þessi 25 ára gamli leikmaður lék með U17, U18 og U19 ára landsliðum Englands en hefur nú virkt kínverskan ríkisborgararétt.

Yennaris kostaði Beijing fimm milljónir punda og er nú að læra kínverska tungumálið og ætlar að fara alla leið í þessari nýju áskorun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“