fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Breytti um nafn í von um að fá tækifæri með landsliðinu

433
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir stuðningsmenn Arsenal sem muna eftir varnarmanninum Nico Yennaris.

Yennaris er uppalinn hjá Arsenal en lék aðeins einn deildarleik með liðinu frá 2011 til 2014 áður en hann hélt til Brentford.

Þar spilaði Yennaris 144 deildarleiki á fimm árum en samdi við kínverska félagið Beijing Guoan fyrr á árinu.

Yennaris er fæddur og uppalinn í London en faðir hans kemur frá Kýpur og móðir hans er kínversk.

Yennaris hefur nú ákveðið að breyta nafni sínu í Li Ke í von um að fá tækifæri með kínverska landsliðinu.

Þessi 25 ára gamli leikmaður lék með U17, U18 og U19 ára landsliðum Englands en hefur nú virkt kínverskan ríkisborgararétt.

Yennaris kostaði Beijing fimm milljónir punda og er nú að læra kínverska tungumálið og ætlar að fara alla leið í þessari nýju áskorun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool
433Sport
Í gær

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“

Dóri telur Liverpool hafa gert mistök með því að sækja stjörnuna – „Hvernig mun hann haga sér hér?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“

Eiður Smári laskaður eftir magnaðan feril – „Mér er illt alls staðar, ég get ekki farið út að hlaupa“