fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Mikil fita gerir Skagamönnum erfitt fyrir – Ekkert leyndarmál hvað veldur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 07:59

Vinslit Hauks og Bjarna má rekja til uppgjörsins á Akranesi - Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að mikil fita valdi Skagamönnum töluverðum vandræðum þessa dagana. Svo mikil fita berst frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg út í fráveitukerfi bæjarins að hún hefur ítrekað stíflað hreinsibúnað nýrrar skólphreinsistöðvar í bænum. Nú er unnið að endurbótum í verksmiðjunni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Helga Helgasyni, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, að það sé ekkert leyndarmál að fitan komi frá niðursuðuverksmiðjunni sem vinnur mikið með feita vöru.

„Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er ofboðslega mikil fita í fráveitunni frá svona fyrirtækjum.”

Sagði Helgi um Akraborg sem er einn stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum.

Haft er eftir Helga að fitugildra hafi verið til staðar en galli í fráveitunni hafi valdið því að úrgangur fór framhjá gildrunni. Hreinsibúnaður hafi verið settur upp hjá Akraborg í fyrra en samt fari of mikið magn út í fráveitukerfið. Unnið sé að úrbótum.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði í samtali við Fréttablaðið að þvottavélar, sem þvo úrganginn áður enn hann er urðaður, stíflist ítrekað af völdum fitu.

„Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðruvísi um fráveituna en aðrir á okkar starfssvæði. Allt of mikið er af rusli í fráveitukerfinu og á meðan við sjáum það þarf að halda áfram að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“