fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Landsréttur leyfði manninum sem rústaði lífi fjölskyldunnar að sleppa undan ábyrgð sinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rétt um ári síðan átti sér stað hræðilegt umferðarslys á leiðinni inn í Hafnarfjörð af Reykjanesi. Við Vallarhverfi var komið umferðaröngþveiti vegna þess að fótbolti hafði skoppað út á götu. Maður að nafni Óskar Aðils kemp var þarna á ferðinni ásamt tveimur dætrum sínum. Óskar stöðvaði bíl sinn, gaf öðrum merki um að stöðva og fjarlægði boltann af götunni.

Næstur honum var maður að nafni Rúnar Jón Hermannsson. Skyndilega koma bandarískur maður á ofsahraða og ók á bíl Rúnars sem við það hentist utan í Óskar. Bandaríski ferðamaðurinn og Rúnar Jón slösuðust lítillega en Óskar mun aldrei bera þess bætur sem hann lenti í þarna og um tíma var honum ekki hugað líf. Dætur hans sluppi ómeiddar.

Þetta kom fram í þættinum Kveikur á RÚV í kvöld. Bandaríkjamaðurinn sem olli slysinu heitir Giovanni Gonzaga. Krafist var farbanns yfir honum sem Héraðsdómur samþykkti. Giovanni og lögmaður hans áfrýjuðu hins vegar þeim dómi og Landsréttur ákvað að fella úrskurðinn úr gildi. Þar sem Giovanni hefði gefið upp heimilisfang sitt, símanúmer og netfang og ekki sýnt af sér neitt það athæfi sem benti til þess að hann myndi flýja réttvísina var hann ekki settur í farbann.

Í þættinum komu fram sterk rök með því að Landsréttur hefði þarna gert mikil mistök. Tveir af dómurunum þremur sem felldu úrskurðinn eru í hópi þeirra sem deilt er um hvort skipaðir hafi verið með eðlilegum hætti í Landsrétt – en MDE úrskurðaði fyrir nokkru í því máli íslenska ríkinu í óhag.

Óskar verður aldrei samur aftur

Óskar lá í götunni, blóð út um eyru, nasir og munn, segir í þættinum. Óskar lá lengi milli heims og helju á sjúkrahúsinu. „Við kvöddum hann nokkrum sinnum,“ segir fjölskylda Óskars. Linda Hrönn Björnsdóttir, eiginkona Óskars, segir: „Hann þekkti ekki börnin sín, hann þekkti okkur ekki, mundi ekki eftir yngstu dóttur sinni og sagði: Hvaða strákur er þetta?“

Síðan hefur Óskari farið fram en systir hans segir: „Þetta er Óskar, en þetta er ekki sá Óskar sem við þekktum, þetta er annar Óskar.“ Óskar hefur óvirkan heiladingul, þar er engin starfsemi, hann framleiðir engin hormón og allri líkamsstarfsemi er haldið gangandi með lyfjagjöfum. Þetta hefur gengið brösuglega en dagarnir eru misgóðir.

Glaumgosinn Giovanni Gonzaga nýtur nú lífsins í Kaliforníu eftir að hafa rústað lífi fjölskyldunnar með gáleysi sínu. Ekki er að sjá af myndum af honum að hann taki þetta atvik nærri sér. Bandarísk stjórnvöld framselja yfrileitt ekki ríkisborgara sína til annarra landa. Ólíklegt er að Giovanni muni þurfa að svara til saka fyrir glæp sinn. Ábyrgð Landsréttar í málinu er mikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist