fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Verkefnið of erfitt fyrir Manchester United – Ótrúlegt lið Ajax sendi Ronaldo heim

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við spænska stórliðið Barcelona í kvöld.

Verkefni United var alltaf að fara verða erfitt í kvöld en liðið tapaði fyrri leiknum 1-0 á heimavelli.

Lionel Messi var í stuði í leik kvöldsins og skoraði tvö mörk fyrir heimamenn sem unnu sannfærandi 3-0 sigur.

Philippe Coutinho bætti við þriðja marki Börsunga sem vinna einvígið samanlagt, 4-0.

Lið Ajax í Hollandi heldur þá áfram að koma á óvart en liðið spilaði við Ítalíumeistara Juventus.

Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Ajax og var Juventus talið mun sigurstranglegra fyrir leik kvöldsins.

Þeir hollensku mættu hins vegar ákveðnir til leiks og unnu 2-1 útisigur á Juventus eftir að hafa lent 1-0 undir.

Ajax fer því áfram í næstu umferð og er búið að slá út bæði Real Madrid og Juventus, tvö af bestu liðum heims.

Barcelona 3-0 Manchester United (4-0)
1-0 Lionel Messi(16′)
2-0 Lionel Messi(20′)
3-0 Philippe Coutinho(61′)

Juventus 1-2 Ajax (2-3)
1-0 Cristiano Ronaldo(28′)
1-1 Donny van de Beek(34′)
1-2 Matthijs de Ligt(67′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir að hann verði að fá að kaupa framherja í janúar

Segir að hann verði að fá að kaupa framherja í janúar