Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við spænska stórliðið Barcelona í kvöld.
Verkefni United var alltaf að fara verða erfitt í kvöld en liðið tapaði fyrri leiknum 1-0 á heimavelli.
Lionel Messi var í stuði í leik kvöldsins og skoraði tvö mörk fyrir heimamenn sem unnu sannfærandi 3-0 sigur.
Philippe Coutinho bætti við þriðja marki Börsunga sem vinna einvígið samanlagt, 4-0.
Lið Ajax í Hollandi heldur þá áfram að koma á óvart en liðið spilaði við Ítalíumeistara Juventus.
Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Ajax og var Juventus talið mun sigurstranglegra fyrir leik kvöldsins.
Þeir hollensku mættu hins vegar ákveðnir til leiks og unnu 2-1 útisigur á Juventus eftir að hafa lent 1-0 undir.
Ajax fer því áfram í næstu umferð og er búið að slá út bæði Real Madrid og Juventus, tvö af bestu liðum heims.
Barcelona 3-0 Manchester United (4-0)
1-0 Lionel Messi(16′)
2-0 Lionel Messi(20′)
3-0 Philippe Coutinho(61′)
Juventus 1-2 Ajax (2-3)
1-0 Cristiano Ronaldo(28′)
1-1 Donny van de Beek(34′)
1-2 Matthijs de Ligt(67′)