Nicky Butt, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur verið handtekinn samkvæmt enskum miðlum.
Butt er þekktastur fyrir tíma sinn á miðju United en hann lék með meistaraflokk liðsins frá 1992 til 2004.
Undanfarin ár hefur Butt starfað í akademíu United en hann lagði skóna á hilluna árið 2011.
Lögreglan mætti heim til Butt fyrr í dag, fyrir leik United gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu.
Greint er frá því að kona hafi hringt á lögregluna en Butt er ásakaður um heimilisofbeldi og er nú í varðhaldi.
Konan þurfti ekki á læknisaðstoð að halda en hún var með lítinn skurð á vinstri handlegg þegar lögreglan mætti til dyra.
Butt er annar fyrrum leikmaður United sem kemst í fréttirnar í dag en hinn er fyrrum samherji hans, Paul Scholes.
Scholes var ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að veðja á 140 knattspyrnuleiki frá 2015 til 2017.