fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Frosti sendir skýr skilaboð: „Segjum bara Nei takk við orkupakka ESB“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. apríl 2019 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við háðum þorskastríðin til að tryggja yfirráð okkar yfir auðlindum hafsins. Við þurfum ekki að fara í neitt stríð til að tryggja yfirráð okkar yfir orkunni. Segjum bara Nei takk við orkupakka ESB og fáum undanþágu frá honum. Ísland er ekki tengt orkumarkaði ESB og höfum fullan rétt á henni.“

Þetta segir Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður og einn stofnenda Orkunnar okkar, samtaka þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum.

Frosti skrifar um þriðja orkupakkann á Facebook-síðu sinni og hvetur til þess að honum verði hafnað. Áður hefur Frosti látið hafa eftir sér að ef orkupakkinn verður samþykktur í núverandi mynd geti vel hugsast að samtökin hefji undirskriftarsöfnun og skori á forsetann að beita synjunarvaldi sínu. Getur forsetinn neitað að skrifa undir þau frumvörp sem tengjast orkupakkanum.

„Íslendingar eru mesta raforkuþjóð í heimi. Við framleiðum tvöfalt meiri raforku á hvern íbúa en Noregur sem er næst mesta raforkuþjóðin. Raforkan er hrein. Hagnaður af raforkufyrirtækjum okkar er um 50 milljarðar á ári. Hann rennur til hins opinbera, til uppbyggingar innviða, samneyslu eða lækkunar skatta. Hagnaðurinn samsvarar um hálfri milljón króna á hvert heimili og munar um minna! Hagnaðurinn fer vaxandi ár frá ári,“ segir Frosti.

Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, lagði fyrir helgi fram þingsályktunartillögu um að þriðji orkupakkinn fari í ráðgefandi þjóðaratkvæði. Í grein sem Inga skrifar í Morgunblaðið í dag, segir hún:

„Ég trúi ekki öðru en allir þeir þingmenn sem unna lýðræði, og ekki síst hugmyndum um beint lýðræði, muni fagna þessari tillögu minni og leggja sitt af mörkum til að hún hljóti samþykki meirihluta á þingi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd