fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Leikur Rúnars og félaga stöðvaður vegna kynþáttaníðs – Apahljóð úr stúkunni

Victor Pálsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu í frönsku úrvalsdeildinni í dag er Dijon mætti Amiens í 32. umferð.

Rúnar og félagar þurftu í raun á sigri að halda í leiknum en liðið er nú sex stigum frá öruggu sæti.

Jafntefli var niðurstasðan á vellinum í Dijon þrátt fyrir að heimamenn hafi átt 18 marktilraunir gegn fjórum.

Ömurlegt atvik átti sér stað í leiknum í kvöld en hann var stöðvaður í fimm mínútur vegna rasisma.

Stuðningsmenn Dijon beindu niðrandi söngvum í átt að varnarmanninum Prince-Desir Gouano sem spilar með Amiens.

Um var að ræða kynþáttaníð en bæði lið neituðu að halda áfram keppni á meðan söngvarnir heyrðust á vellinum.

Gouano er dökkur á hörund en hann er 25 ára gamall og á að baki leiki fyrir yngri landslið Frakklands.

Stuðningsmenn Dijon buðu upp á apahljóð í átt að Gouano sem var að vonum sár hlustandi á áreitið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola útskýrir val sitt á fyrirliða – Var alltaf til staðar þegar illa gekk

Guardiola útskýrir val sitt á fyrirliða – Var alltaf til staðar þegar illa gekk
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vonar að Cunha læri mannasiði á Old Trafford – Telur að skapið geti komið honum í vandræði

Vonar að Cunha læri mannasiði á Old Trafford – Telur að skapið geti komið honum í vandræði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Klefinn klofinn vegna Isak – Liðsfélagi sagður hafa skotið á hann

Klefinn klofinn vegna Isak – Liðsfélagi sagður hafa skotið á hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bræður takast á í Laugardalnum – „Hann er alltaf að reyna að komast inn í hausinn á mér“

Bræður takast á í Laugardalnum – „Hann er alltaf að reyna að komast inn í hausinn á mér“