Það stefnir allt í það að Ander Herrera, miðjumaður Manchester United yfirgefi félagið í sumar. Samningur hans er á enda og Herrera hefur ekki náð samkomulagi um nýjan.
Margir fullyrða að Herrera sé nú þegar búinn að gera samkomulag við PSG. Herrera hefur verið meiddur undanfarið.
,,Kannski hefur framtíðin haft áhrif á hann og er hluti af ástæðunni, fyrir meiðslunum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Solskjær vonast til þess að Herrera fari að verða klár en launakröfur eru ástæða þess að hann skrifar ekki undir.
,,Hann veit ekki hvenær hann verður klár, vonandi gegn Chelsea eða Manchester City. Ég er ekki viss.“