Það fóru fram fjórir leikir í Evrópudeildinni í gær en 8-liða úrslit keppninnar fóru af stað.
Arsenal vann góðan heimasigur á Napoli en liðið hafði að lokum betur með tveimur mörkum gegn engu.
Það er hins vegar atvik í stúkunni sem allir ræða þessa dagana, kynþáttaníð átti sér það stað.
Vandamálið virðist vera að stækka í fótboltanum og enn fleiri fréttir, berast af ógeðslegum orðum sem heyrast í stúkunni.
Þannig var Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli kallaður ,,helvítis negri“ af stuðningsmanni Arsenal. Stuðningsmaðurinn sjálfur, tók það upp.
Atvikið má sjá hér að neðan.
An Arsenal fan calling Koulibaly the N word. Absolutely disgusting. @Arsenal pic.twitter.com/OaNh2X1Njp
— Maurizio ساري (@Ahmad1998p) April 12, 2019