fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Gaman Ferðir leggja upp laupana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir skilaði ferðaskrifstofuleyfi sínu inn í gær og hefur hætt starfsemi. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fall WOW air, sem átti 49% hlut í ferðaskrifstofunni, hafi reynst mun þyngri baggi en ráð hafði verið fyrir gert. Þrátt fyrir góða stöðu fyrirtækisins hafi verið ljóst að lausafjárstaða þess næstu sex mánuðina yrði ekki nægilega sterk til að hægt væri að réttlæta áframhaldandi starfsemi.

Morgunblaðið hefur eftir Braga H. Magnússyni, öðrum framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að ákveðið hafi verið að grípa strax til aðgerða svo viðskiptavinir fyrirtækisins lendi ekki í meiri vandræðum ef fyrirtækið yrði gjaldþrota.

„Við erum búin að reyna allt held ég sem mannlegt er hægt að reyna í að finna fjármagn til að ýta okkur í gegnum skaflinn en það tókst ekki.“

Sagði hann.

14 manns störfuðu hjá fyrirtækinu og hefur þeim öllum verið sagt upp.

Forsvarsmenn Gaman Ferða funda með Ferðamálastofu í dag um framhaldið og hvað verður um fyrirhugaðar ferðir félagsins.

„Mér finnst eðlilegt að það fólk sem hefur greitt fyrir ferð og við erum búin að greiða fyrir þjónustuna erlendis, að það fólk fái bara að fara í sína ferð.“

Hefur Morgunblaðið eftir Braga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu