fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Allt í steik í Sviss: Óvart rekinn úr starfi á Twitter – ,,Í alvöru? Ég vissi það ekki?“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Florent Malouda, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur verið rekinn úr starfi hjá svissnenska félaginu Zurich.

Þetta staðfesti félagið óvænt á Twitter-síðu sinni í dag en Malouda var ráðinn til starfa fyrir tveimur mánuðum.

Hann hafði verið hluti af þjálfarateymi Zurich en Frakkinn lagði skóna á hilluna á síðasta ári.

Zurich sagði í stuttri tilkynningu að ákvörðunin væri sameiginleg en Malouda hafði þó ekki hugmynd um að hann væri að missa starfið.

,,Í alvöru? Ég vissi það ekki..??“ skrifaði Malouda sjálfur á Twitter við færslu Zurich.

Mjög athyglisvert mál en Malouda er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Lyon í Frakklandi og Chelsea á Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal