Florent Malouda, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur verið rekinn úr starfi hjá svissnenska félaginu Zurich.
Þetta staðfesti félagið óvænt á Twitter-síðu sinni í dag en Malouda var ráðinn til starfa fyrir tveimur mánuðum.
Hann hafði verið hluti af þjálfarateymi Zurich en Frakkinn lagði skóna á hilluna á síðasta ári.
Zurich sagði í stuttri tilkynningu að ákvörðunin væri sameiginleg en Malouda hafði þó ekki hugmynd um að hann væri að missa starfið.
,,Í alvöru? Ég vissi það ekki..??“ skrifaði Malouda sjálfur á Twitter við færslu Zurich.
Mjög athyglisvert mál en Malouda er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Lyon í Frakklandi og Chelsea á Englandi.