Það fóru fram fjórir leikir í Evrópudeildinni í kvöld en 8-liða úrslit keppninnar fóru af stað.
Arsenal vann góðan heimasigur á Napoli en liðið hafði að lokum betur með tveimur mörkum gegn engu.
Chelsea rétt marði tékknenska liðið Slavia Prague 1-0 á útivelli en sigurmarkið skoraði Marcos Alonso.
Mesta fjörið var í Portúgal þar sem Benfica vann 4-2 sigur á Frankfurt frá Þýskalandi.
Hinn 19 ára gamli Joao Felix skoraði þrennu fyrir Benfica í leiknum en hann er einn eftirsóttasti leikmaður heims.
Villarreal og Valencia áttust svo við á Spáni og lauk þeim leik með 3-1 sigri Valencia.
Arsenal 2-0 Napoli
1-0 Aaron Ramsey(15′)
2-0 Kalidou Koulibaly(sjálfsmark, 25′)
Slavia Prague 0-1 Chelsea
0-1 Marcos Alonso(85′)
Benfica 4-2 Frankfurt
1-0 Joao Felix(víti, 21′)
1-1 Luka Jovic(40′)
2-1 Joao Felix(43′)
3-1 Ruben Dias(50′)
4-1 Joao Felix(54′)
4-2 Goncaslo Paciencia(72′)
Villarreal 1-3 Valencia
0-1 Goncalo Guedes(6′)
1-1 Santi Cazorla(víti, 36′)
1-2 Daniel Wass(91′)
1-3 Goncalo Guedes(94′)