Það voru slagsmál á æfingu Bayern Munchen í Þýskalandi í morgun en frá þessu greina þýskir miðlar.
Slagsmál brutust út á milli þeirra Kingsley Coman og Robert Lewandowski sem eru báðir mikilvægir leikmenn fyrir Bayern.
Samkvæmt fregnum gagnrýndi Lewandowski liðsfélaga sinn fyrir að taka æfingu dagsins ekki nógu og á að hafa kallað hann metnaðarlausan.
Coman var ekki í góðu skapi í dag og svaraði Pólverjanum fullum hálsi og hóf slagsmálin með því að slá til hans.
Lewandowski svaraði fyrir sig og réðst á Coman til baka áður en liðsfélagar þurftu að skilja þá í sundur.
Varnarmennirnir Jerome Boateng og Niklas Sule sáu til þess að stöðva lætin en þurftu svo hjálp frá fleiri liðsfélögum því andrúmsloftið var enn slæmt.
Þetta er í annað sinn á rúmlega ári sem Lewandowski lætur finna fyrir sér á æfingu en hann reifst einnig við Mats Hummels á síðasta ári.