Dr Robbie Hughes er maðurinn sem ber ábyrgð á því að Jurgen Klopp og leikmenn Liverpool brosa meira en áður.
Hughes er tannlæknir, hann breytir og bætir allt í tanngarði fólks. Leikmenn Liverpool nýta sér þjónustu hans mikið.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool lét Hughes laga tennurnar í sér en flestir hafa þó tekið eftir, Roberto Firmino.
Enda bað Firmino um hvítasta mögulega litinn sem Hughes gat kokkað upp, Firmino brosir sem aldrei fyrr.
Myndband af Hughes að laga tennur þeirra félaga má sjá hér að neðan.
Meet Dr Robbie Hughes, the man behind some of the brightest smiles in football – from Anfield and beyond ? pic.twitter.com/qABANtIqQr
— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019