fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Ungir fíkniefnahundar leysa gamla hunda af hólmi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan er að endurnýja í hópi fíkniefnahunda þar sem margir hinna eldri eru komnir á aldur. Eru ungu og spræku hundarnir á námskeiði, meðal annars í því að þefa uppi fíkniefni. Í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum um þetta segir:

„Tíu fíkniefnahundar eru í landinu og sumir þeirra eru að komast á aldur. Nú er verið að endurnýja í hópnum og er námskeiðið langt komið. Hundarnir og þjálfarar þeirra eru undanfarna daga búnir að vera á ferðinni við Flugstöð Leifs-Eiríkssonar og kíktum við í heimsókn í dag.

Þetta er fyrsta námskeiðið sem haldið er í fimm ár til að þjálfa fíkniefnahunda á landinu. Lögreglunni á Norðurlandi vestra var í fyrra falin umsjón með þjálfun og gæðaeftirliti fíkniefnahunda. Á námskeiðinu er hundunum kennt að finna öll helstu fíkniefni sem eru í umferð og þjálfurum þeirra kennt að vinna með hundana, hvernig eigi að lesa þá og fá sem mest út úr þeim.

Meðfylgjandi eru myndir af hundunum.

Fleiri myndir er að finna í Facebook-fræslunni hér fyrir neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu