Lögreglan er að endurnýja í hópi fíkniefnahunda þar sem margir hinna eldri eru komnir á aldur. Eru ungu og spræku hundarnir á námskeiði, meðal annars í því að þefa uppi fíkniefni. Í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum um þetta segir:
„Tíu fíkniefnahundar eru í landinu og sumir þeirra eru að komast á aldur. Nú er verið að endurnýja í hópnum og er námskeiðið langt komið. Hundarnir og þjálfarar þeirra eru undanfarna daga búnir að vera á ferðinni við Flugstöð Leifs-Eiríkssonar og kíktum við í heimsókn í dag.
Þetta er fyrsta námskeiðið sem haldið er í fimm ár til að þjálfa fíkniefnahunda á landinu. Lögreglunni á Norðurlandi vestra var í fyrra falin umsjón með þjálfun og gæðaeftirliti fíkniefnahunda. Á námskeiðinu er hundunum kennt að finna öll helstu fíkniefni sem eru í umferð og þjálfurum þeirra kennt að vinna með hundana, hvernig eigi að lesa þá og fá sem mest út úr þeim.“
Meðfylgjandi eru myndir af hundunum.
Fleiri myndir er að finna í Facebook-fræslunni hér fyrir neðan