Það eru engar líkur á að miðjumaðurinn Danny Drinkwater fái að spila með Chelsea á tímabilinu eða því næsta.
Þetta segir Maurizio Sarri, stjóri Chelsea en Drinkwater hefur komið við sögu í einum leik á tímabilinu.
Sarri hefur engan áhuga á að nota þennan 29 ára gamla leikmann sem sættir sig við það og tekur við peningunum.
,,Hann veit þetta mjög vel að hann hentar ekki mínu kerfi og hvernig ég vil spila,“ sagði Sarri.
,,Ég sagði honum frá þessu í ágúst, hann sætti sig við það og vildi vera hér áfram. Hann þekkir stöðuna.“
,,Hann er ekki breytanlegur að mínu mati. Mín skoðun er mikilvæg.“