fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Bára berar sig í búri í sumar: „Ég ætla að setja sjálfa mig í svona kassa, í svona búr“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Komandi sumar mun marka spennandi tíma hjá uppljóstraranum og aktívistanum Báru Halldórsdóttur. Hún tekst á við  nýtt hlutverk í sumar þegar hún verður amma í fyrsta sinn og mun einnig taka þátt í Reykjavík Fringe festival í óvenjulegum gjörningi til að vekja athygli á þeim dulda veruleika sem margir öryrkjar búa við.

Þetta kom fram í hlaðvarpinu PírApinn þar sem Bára settist niður og ræddi við Erlu Hlynsdóttur, framkvæmdarstjóra Pírata.

„Ég er að fara að verða amma í sumar. Í alvöru! Mér finnst það mjög spes, finnst ég ekki nógu gömul til að vera amma en svo finnst mér þetta svolítið spennandi og gaman. “

Það er þó meira spennandi á döfinni hjá Báru því í sumar ætlar hún að gera veruleika úr verkefni sem hún hefur gengið með í kollinum um árabil.  Fyrir um þremur árum síðan sat hún og spjallaði við vinkonu þar sem þær ræddu um hvernig talað væri um öryrkja í umræðunni. Báru fannst umræðan litast af vanþekkingu og fordómum.

„Ég segi svona stundarhátt við hana: „Hefur þetta fólk aldrei séð öryrkja? Veit það ekkert hvernig öryrkar líta út?“.“

Þá datt Báru í hug að ef til vill væri það málið, margir vissu ekki um hvernig öryrkjar, sem bera ekki fötlun sína utan á sér, eru þegar þeir eru veikir. Öryrkjar sem bera sig vel út á við á almannafæri, en heima við, bak við luktar dyr, eru veikindi þeirra sýnileg. Til dæmis þegar Bára sjálf er veik og getur varla hreyft sig án aðstoðar. Þess vegna hugsaði Bára: „Það væri ótrúlega kúl að setja öryrkja einhvers staðar og sýna hann.“

Sjúkdómurinn sem Bára glímir við gerir það að verkum að orkan hennar er af skornum skammti og því gerist flest sem hún tekur sér fyrir hendur á „sniglahraða“. Það var því ekki fyrr en vinkona hennar sem er ein þeirra sem sér um Reykjavík Fringe Festival sagði Báru, „Nú ferð þú og gerir þetta“

„Þetta er svolítið batterý ég ætla að setja sjálfa mig í svona kassa, í svona búr. Ég ætla að búa til gervi-herbergið mitt þar sem ég er alltaf föst þegar ég er veik og vera með persónulega hluti og hluti sem ég hef þurft að glíma við út af kerfinu.“

Bára ætlar að hefja söfnun á Karolinafund á næstu mánuðum til að safna fyrir verkefninu. Ef vel tekst þá er hún jafnvel að hugsa um að fara með gjörninginn erlendis.

„Það er svo litið sem ég get gert líkamlega, en ég hef hugmyndir og ég hef rödd.“

„Mig langar svo mikið að mæta almenningi og hverjum sem er á einhverjum grundvelli þar sem þau geta séð raunveruleikann og maður er pínu að bera sig. Bera sálina. Ég held að öll þessi illska, öll þessi rifrildi, öll þessi neikvæðni og allir þessir fordómar liggi einfaldlega á því að þú ert einfaldlega ekki búin að hitta manneskju í þessari stöðu.“

Hér fyrir neðan er má hlusta á hlaðvarpið þar sem Bára fer um víðan völl og ræðir meðal annars um Klaustursupptökurnar frægu. 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu