Knattspyrnumenn eins og reyndar aðrir, hafa oftar en ekki mikinn áhuga á flottum bílum. Æfingasvæði knattspyrnufélaga á Englandi er oftar en ekki sýning á dýrustu og flottustu ökutækjum heims.
Rolls Royce hefur nýlgea sett á markað jeppling sem ber nafnið Cullinan. Ensk blöð segja að slegist sé um þennan bíl þessa stundina.
Cristiano Ronaldo, fjárfesti í einum slíkum en Ronaldo á alvöru flota af dýrum bifreiðum.
Jóhann Berg Guðmundsson getur skoðað einn Cullinan á æfingasvæði sínu en Matej Vydra, er á einum slíkum.
Þá er Mamadou Sakho leikmaður Crystal Palace kominn á svona kagga en talsverð bið, er eftir eintaki.
Bifreiðina má sjá hér að neðan.