fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Gómaðir við Metro: Grímuklæddir menn með kylfu á lofti ætluðu að stúta dreng

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á mánudag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem grunaður er um eignaspjöll, líkamsárásir, fjársvik, nytjastuld, húsbrot, þjófnað og fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald 1. apríl á þeim grundvelli að verulegar líkur þættu á að hann héldi áfram brotum.

Er  hann grunaður um fjölda hegningarlagabrot þar á meðal að hafa brotist, í félagi við tvo aðra, inn í íbúð og stolið þaðan skartgripum. Voru allir þrír hettuklæddir. Skömmu eftir að brotið var kynnt til lögreglu barst önnur tilkynning um menn sem höfðu ógnað dreng og sagst ætla „stúta“ honum. Væri þeir grímuklæddir með kylfu á lofti og virtust vera að leita af einhverjum.  Þriðja tilkynningin barst skömmu síðar um að kærði væri nú staddur í Skeifunni með járnstykki í höndunum fyrir framan Metro. Virtist hann mjög reiður. Með honum voru sagðir tveir hettuklæddir menn.

Lögregla fór á vettvang og sá hvar kærði stóð ógnandi með járnrör í  hendinni. Var hann handtekinn ásamt samverkamönnum og fundust í fórum hans skartgripir.

Önnur brot sem hann er grunaður um eru til að mynda að hafa brotið rúðu á veitingastað í Reykjavík, en brotið náðist á upptöku öryggismyndavélar.  Hann er grunaður um að hafa slegið annan þungu hnefahöggi í andlit, svo þungu að augnatóft þolanda brotnaði illa.  Einnig er hann grunaður um aðra alvarlega líkamsárás með því að  hafa slegið þolanda með áhaldi í höfuðið. Sú árás náðist á eftirlitsmyndavél. Svo er hann grunaður um að hafa brotist inn í íbúð og stolið fartölvum, leikjatölu, úlpu, kveikjuláslykli og húslykli.

Til viðbótar við ofangreint er hann grunaður um fjöldann allan af fíkniefnalagabrotum eftir að nást með kókaín og amfetamín við líkamsleit í þó nokkur aðskildum afskiptum lögreglu. Einnig fjölda umferðarlagabrota fyrir að aka undir áhrifum próflaus og þar að auki nokkur þjófnaðarbrot í viðbót.

Héraðsdómara þótti því líklegt að kærði héldi áfram að brjóta af sér.

„Þegar  litið  er  til  ferils  kærða,  sem  rakinn  er  í  greinargerð  lögreglustjóra,  og  framangreindra upplýsinga um hegðun kærða að undanförnu er fallist á að verulegar líkur séu á því að hann muni halda fram  brotum  fari  hann  frjáls  ferða  sinna.  Það  er  því  fallist  á  að  nauðsyn  beri  til  að  kærði  sæti gæsluvarðhaldi á meðan málum hans er ekki lokið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu