fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Guðlaugur og Sigurður í lífshættu: Veitingamenn tóku upp vopn sín – ,,Ég hugsaði að þetta væri mitt síðasta“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Baldursson, kennari og knattspyrnuþjálfari hefur afar áhugaverða sögu að segja frá árinu 2002, hann taldi sig þá vera nær dauða en lífi, í Makedóníu.

Guðlaugur var þá aðstoðarþjálfari FH en þjálfari liðsins var Sigurður Jónsson. Eftir góðan sigur í Austurblokknni, var fagnað á veitingahúsi í bænum. Sú ferð reyndist dýr og einnig hættuleg.

,,Eftir leikinn fórum við saman, starfsliðið. Fengum okkur einhverjar öl krúsir, allt í lagi með það. Svo fara menn að týnast í burtu, ekkert alltof seint. Ég og Siggi verðum eitthvað á eftir hópnum, þeir sem fara á undan borga bara fyrir sig,“ sagði Guðlaugur, þegar hann rifjar upp ferðina í hlaðvarpi FH.

Eftir að hafa stungið nokkrum niður, var ákveðið að gera upp. Bjórinn og maturinn átti ekki að kosta mikið.

,,Svo ætlum við að gera upp okkar reikning, hann átti ekki að vera mjög hár. Verðlagið í Makedóníu, var ekki mjög hátt á þessum tíma. Svo setja þeir bara einhverja svakalega tölu á blað fyrir okkur, og segja að við eigum að borga. Ef ég man þetta rétt, þá voru þetta 30 þúsund krónur íslenskar á þeim tíma. Það var töluverð upphæð á stað í Makedóníu, við segjum að þeir séu eitthvað að rugla.“

Þegar Guðlaugur og Sigurður höfðu  mótmælt þessum reikningi, var ekki aftur snúið. Mennirnir létu vita að þeir bæru vopn.

,,Þeir segja okkur að borga og Sigga liggur nú oft hátt rómur, hann sagði þeim að þetta væri ekki boðlegt að haga sér svona. Þá umkringja þeir hann og sýna buxnastrenginn, að þeir séu vopnaðir. Við hrökkvum til baka, eðlilega. Segjumst vera klárir í að borga, ég rétti þeim kortið mitt. Þeir sögðust ekki taka kort, þeir vildu seðla. Þeir voru ekki glaðir með það, þeir fóru með mig í hraðbanka. Ég hef séð nokkrar Lödur en þessi var líklega sú elsta sem ég hef séð, þeir hjálpuðu mér að setjast í aftursætið.“

Þegar búið var að koma Guðlaugur fyrir í Lödunni, settust tveir hraustir menn honum við hlið.

,,Svo settust tveir sem voru ekki bara búnir að borða skyr í gegnum ævina, sitthvoru megin við mig. Þarna var ég ofboðslega hræddur, þeir fara með mig af stað. Ég var ekki kunnugur staðháttum, það sem ég sá eða sá ekki, þeir fóru með mig á dimman stað og ég hugsaði að þetta væri mitt síðasta. Þeir fóru með í gegnum þau göng og stoppuðu fyrir framan hraðbanka, ég kem í hraðbankann og kortið virkar ekki. Þið getið ímyndað ykkur að standa með þrjá tröllvaxna í kringum mig, þeir spyrja mig hvort ég sé eitthvað klikkaður og ég sé að ljúga. Aftur hélt ég að þetta yrði mitt síðasta, þeir gáfu mér annan séns. Fundu annan hraðbanka og þar náði ég út þessum pening, svo eru þeir að spjalla með stærri gerð af farsíma. Svo keyra þeir af stað, allt annað yfirbragð yfir þeim.“

Eftir að þessir glæpamenn höfðu fengið sína greiðslu, fóru þeir að bjóða Sigurði í glas.

,,Þegar við komum til baka þá eru þeir bara að bjóða Sigga drykk og allt í góðum gír, við áttuðum okkur á því að þeir hefðu náð því fram sem þeir vildu. Við flýttum okkur upp á hótel.“

Sigurður og Guðlaugur, íhugðu daginn eftir að reyna að ná þessum fjármunum til baka. Þeim var ráðlagt að láta það vera.

,,Daginn eftir, þá fórum við að tala við Valdas Trakis sem var í FH þarna, er frá Litháen. Við töldum rétt að fara að spyrja hann út í þessa menningu sem tíðkaðist, við ætluðum að fá þessa peninga aftur. Kæra þá hjá lögreglu, hann sagði okkur að láta það vera, við værum heppnir að vera ofan torfu. Þetta er skemmtileg minning, ekkert skemmtilegt á meðan á þessu stóð.“

Viðtalið við Guðlaug má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag neitaði að svara spurningum frá þremur miðlum

Ten Hag neitaði að svara spurningum frá þremur miðlum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Sérfræðingurinn í heimsókn
433Sport
Í gær

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
433Sport
Í gær

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira
433Sport
Í gær

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“