Aðstandendur listamannsins Margeirs Dire Sigurðarsonar hafa komið á stað söfnun svo hægt sé að flytja hann heim og halda útför á Íslandi. Margeir lést þann 30. mars síðastliðinn í Berlín. Óhætt er að segja að Margeir hafi verið meðal efnilegustu listamönnum Íslands.
Sjá einnig: Margir minnast Margeirs – Einn efnilegasti listamaður Íslands: „Mun aldrei gleyma þér elsku vinur“
Aðstandendur hans hafa komið á fót sérstakri síðu á Facebook til að minnast hans. „Margeir Dire lést þann 30. mars síðastliðinn í Berlín, þar sem hann var búsettur. Sorgin og söknuðurinn er óyfirstíganlegur og eftir situr stórt skarð hjá fjölskyldu hans, vinum og listheiminum. Margeir var einstakur og bætti mörgum litum í litróf okkar sem fengum að kynnast honum. Hann var gæddur miklum persónutöfrum og átti auðvelt með að hrífa þá sem í kringum hann voru með breiðu brosi, sköpunargleði, stríðni og góðri nærveru,“ segir í færslu á síðunni.
Mikill kostnaður fylgir því að flytja hann heim. „Við tekur erfiður tími hjá fjölskyldu Margeirs, bæði að takast á við sorgina og missinn, en á sama tíma fylgir því mikill kostnaður að flytja hann heim og halda útför. Ég hef því stofnað styrktarreikning hjá Íslandsbanka, með samþykki fjölskyldunnar, til að létta undir með þeim,“ segir í færslunni.
Gróa Ólöf Þorgeirsdóttir, frænka Margeirs, skrifar færsluna en hún segir að lokum: „Kærleikur og ást til ykkar elsku vinir og fjölskylda. Munum að passa vel upp á hvort annað. Lífið er svo dýrmætt.“
Fyrir þá sem vilja styrkja þau er reikningsnúmerið:
511-14-557, kt. 260681-2069
https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=2270023506554434&id=2269332743290177&__xts__%5B0%5D=68.ARBxt9ic9DV_xZNgw-iNKOMB1V3VpwOt5JlUPszPr-6CIv13SPJh8mzOPhLIYRst3ezlEeKqd4XlucwoXEcgvsEk_UgAJSOKb6WhC7tWQk0kaDc31_oQR5bEiGMxjnia79NKU3qjk7buFznqxscvXMfRKMosb2_nC2rV8vk4lbJzXlsGBPNlJ_tij3RKR8b2SX-gJQR6a_VbOZPOJAA2G9D3cMhe-922ojKkxdmgePX3RRSebfjcwutLbR3iAVbTQhHcxaT_LUvEBFxWI4VUHjxy2bSyz9kBtePXN6KJKm2_A9JJhX7-dKP0737dkSdEkyVwtC1_ZhVD02IlrhrZGP0v&__tn__=-R