fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Niðurlægjandi tími Hannesar að baki: ,,Ekki alveg rétt sem Fréttablaðið staðhæfði“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson hefur skrifað undir samning við Val. Þetta var gert á fréttamannafundi á Hlíðarenda í gær. Samningur Hannesar gildir til 2022, ljóst er að um mikinn hvalreka er að ræða fyrir Val.

Hannes verður 35 ára gamall síðar í þessum mánuði, markvörðurinn er sá besti sem Ísland á í dag.

Smelltu hér til að heyra ítarlegt viðtal okkar við Hannes

Hannes ræddi einnig félagaskipti sín í Fréttablaðinu í dag en þar fagnar hann því mikið að hafa losnað, frá Qarabag í Aserbaídsjan.

„Það er ofboðslegur léttir að hafa ákveðið það hvar ég kem til með að spila næstu árin. Tíminn í Aser­baídsjan var ekki eins og efni stóðu til og hann var erfiður og á köflum bara niðurlægjandi. Þegar ég er að taka ákvörðun um framtíð mína þá vil ég hafa puttana í því sjálfur. Það eru því fjölmargir fundir með aserskum umboðsmanni mínum og forráðamönnum að baki og það er þægileg tilfinning að vita að ég þarf ekki að díla við það meira. Ég gæti skrifað heila bók um tíma minn þarna ytra og geri það mögulega þegar tími gefst til,“ segir Hannes Þór í samtali við Fréttablaðið.

Fréttablaðið hafði sagt frá því fyrir um tveimur mánuðum að Hannes myndi ganga í raðir Vals. Það reyndist rétt en var ekki klárt á þeim tíma.

„Ég var með önnur tilboð hér og þar um heiminn á borðinu hjá mér og það var ekki alveg rétt sem Fréttablaðið staðhæfði að ég það væri klappað og klárt að ég myndi enda á Hlíðarenda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Klopp segir að búið sé að leysa vandamálið við Salah – Útskýrir af hverju það tókst

Klopp segir að búið sé að leysa vandamálið við Salah – Útskýrir af hverju það tókst
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið
433Sport
Í gær

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni
433Sport
Í gær

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City