fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Skattgreiðendur skelfingu lostnir: „Ég er allt í einu komin í bullandi mínus“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfing hefur gripið um sig hjá mörgum borgurum þessa lands í dag og kvöld við að skoða bráðabirgðaútreikning sinn á vef Ríkisskattstjóra. Fólk sem taldi sig vera í góðum málum hvað varðar stöðu sína gagnvart skattinum er í komið bullandi mínus, sem það kann engar skýringar á, hjá sumum svo nemur hundruðum þúsunda, hjá öðrum jafnvel milljónum. Núna styttist í greiðslur barnabóta sem gerir málið enn viðkvæmara.

Kona ein segir þetta um málið í ónefndum Facebook-hópi:

„Ég átti að fá 100 þúsund og maðurinn minn 100 þúsund sem eru barnabætur eflaust og nú allt í einu skulda ég 150.000  og maðurinn minn 500.000.“

Önnur kona segist vera komin í 650.000 kr. skuld og kona ein sem hafði samband við DV segir að maður hennar, sem ætti að vera skuldlaus með réttu, sé kominn í 700.000 kr. skuld.

Tugir borgara, ef ekki hundruð, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í kvöld og vitna um stórfelldan mínus við skattinn – sem ekki átti að vera. Hjá sumum skipta upphæðirnar milljónum.

Svo virðist sem um hastarlega kerfisbilun sé að ræða hjá skattinum. Vonandi leiðréttist hún fljótt skattgreiðendum til bóta, hvort sem þeir eiga inneign eða eru í skuld, eftir leiðréttingu.

Fleiri ummæli áhyggjufullra skattgreiðenda:

„Eftir að ég skila framtali og skoðaði bráðabirgðaútreikninga skuldaði ég c.a. 15þ og konan átti inni 15 c.a. Núna stendur að ég skuldi 390 c.a. og hún 270. Hún var að segja mér að fleiri væru með svona fáránlegar upphæðir…“

„ég er skyndilega komin úr því að fá endurgreitt frá skattinum í 558 þús kr skuld.“

„Margir að lendaa i þvi að vera i 2 til 3 vinnum og eftir að rafrænu skattkortin komu og nota þa 200 eða 300% skattkort og fá það siðan i hausinn nuna“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu