fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Elísabet Ýr hellir sér yfir Kára Stefánsson: „Fokkaðu þér Kári. Taktu þetta kvenhatur og troddu því“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin þekkta baráttukona, Elísabet Ýr Atladóttir, hellir sér yfir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í löngum reiðilestri á Facebook-síðu sinni í kvöld. Tilefnið er pistill sem Kári birti í Fréttablaðinu í morgun. Átakalínan er ágreiningur um stefnu í meðferð vímuefnasjúklinga. Kári skrifar meðal annars í grein sinni, sem lesa má í heild á vef Fréttablaðsins:

„Það vill svo til að Svandís er um margt mjög góður heilbrigðismálaráðherra. Hún hefur til dæmis tekið af skarið og byrjað að setja saman heildarstefnu í heilbrigðismálum sem hefur sárlega vantað í nokkra áratugi. Hún hefur hins vegar skrítna afstöðu til SÁÁ sem getur á engan máta talist falleg eða skynsamleg út frá hagsmunum íslensks samfélags. Sem dæmi um það má nefna að þegar vinkona hennar Kristín Pálsdóttir réðst að SÁÁ með heimskulegum og ruddalegum aðdróttunum á fésbók tók Svandís undir þær (lækaði). Það er með öllu fordæmalaus vitleysa að heilbrigðismálaráðherra skuli veitast opinberlega að áhugamannasamtökum sem hafa þjónað samfélagi sínu á þann máta sem SÁÁ hefur gert. Það fór heldur ekki framhjá neinum að þegar haldnir voru tónleikar í Háskólabíói á síðasta hausti til styrktar SÁÁ mættu fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra og fluttu ávarp en heilbrigðismálaráðherra sá sér það ekki fært.“

Svandís mátti ekki læka

Kári atyrðir þarna heilbrigðisráðherra fyrir að hafa lækað ummæli frá konu sem gagnrýni SÁÁ. Lengi hafa margar konur viljað auka mikilvægi áfallasögu í greiningu vímuefnasjúklinga og pistill Kára virðist ganga mjög gegn því. Elísabet bendir hins vegar á að:

„Þú ert skrifaður sem meðrannsakandi eða styrktaraðili rannsóknarverkefnisins Áfallasaga kvenna. Það hlýtur því að vera einhver stórkostleg hræsni að undirlagið í pistlinum þínum sé árás á konu sem hefur verið einna fremst í baráttunni fyrir því að hlustað sé á áfallasögu kvenna í samhengi við fíkn. Hvert og eitt einasta orð þitt er litað af hreinni fyrirlitningu gegn vinnu Kristínar Pálsdóttur, sem hefur ásamt öðrum konum stofnað „áhugamannasamtök“ sem samkvæmt þér væri hinn fullkomni sósíalismi – nema reglurnar eru greinilega aðrar þegar þetta snýst um áherslu á konur og þeirra áfallasögu.“

Elísabetu er mikið niðri fyrir vegna þessara skrifa Kára og hún segir meðal annars:

„Ekki má hreyfa við kristilegu áherslum úreltra meðferðarúrræða, sérstaklega mega konur ekki snerta við því, og aðrar konur mega *alls ekki* setja eitt skitið læk við það. Það væri að „veitast opinberlega að áhugamannasamtökum“, og að styðja konur sem sýna áfallasögu kvenna með fíknivanda sérstakan áhuga er einhverskonar guðlast. Þessar kellingar hafa greinilega aldrei lært að fyrirgefa og sleppa takinu, ekki satt? Þú smættar svo gagnrýni Kristínar á SÁÁ niður í að hún hafi bara ekki fílað úrræðið og sé þessvegna svona bitur yfir því. Ekki gæti verið að hún hafi eitthvað til málanna að leggja, betra að vefja hana í stereótýpur sem karlar elska að hata.“

Karlar sem misnota konur og börn á meðferðarhælum

Elísabet minnir Kára á hvað olli því að Vogur hætti að taka við unglingum. Það var vegna kynferðislegrar misnotkunar karlmanns á unglingi í meðferð:

„En fyrst við erum hér – eigum við ekki að ræða það lítillega hvað hún hefur verið að gagnrýna? Nú get ég ekki tekið saman margra ára vinnu sem Kristín hefur unnið, en ég man vel eftir því þegar Vogur hætti að taka við unglingum. Manst þú það Kári? Þú nefnilega skautaðir verulega framhjá því í þínum pistli. Vogur tók þá ákvörðun eftir að eldri karlmaður misnotaði aðstöðu sína gegn stúlku sem var að sækja sér hjálp. Úrræðið varð að áfalli, Kári, og hefur gert það oft og mörgum sinnum í gegnum tíðina. Þetta þekkja allt of margar konur sem hafa sótt sér aðstoð hjá karllægum trúarúrræðum sem boðið er upp á. Vogur hætti ekki að taka á móti ungmennum sísvona. Ástæðan fyrir því er svo miklu myrkari en þú vilt greinilega ræða.

Eins og vanalega á að sópa öllu undir teppi, því heilögu og göfugu „áhugamannasamtökin“ mega ekki verða fyrir álitshnekkjum.“

Áhugaverðan pistil Elísabetar má lesa hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu