fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Fjölskylda Margeirs vill að listaverkum hans verði skilað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 18:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda hins ástkæra listamanns, Margeirs Dire, óskar eftir því að vinir listamannsins sem fengu að geyma listaverk eftir hann, skili verkunum til fjölskyldunnar. Margeir var aðeins 34 ára en hann lést í Berlín þar sem hann var búsettur. Vinir og vandamenn hafa minnst hans víða á samfélagsmiðlum og meðal annars skrifaði rapparinn Gísli Pálmi:

„MUN ALDREI GLEYMA ÞÉR ELSKU VINUR, OG ALLT SEM ÞÚ GERÐIR FYRIR MIG.. DIRE4EVER.“

Óhætt er að segja að Margeir hafi verið meðal efnilegustu listamönnum Íslands. Hann stundaði nám á myndlistarbraut við Verkmenntaskólann á Akureyri, Myndlistarskólanum á Akureyri, Lahti institude of Fine arts og Art direction í IED Barcelona.

Hann var þekktur fyrir myndsköpun í mismunandi miðla svo sem vegglistaverk, strigamálverk, teikningar, video, tónlist, hönnun og listræna stjórnun. Margeir hélt fjölda einkasýninga bæði hér á landi og erlendis.

DV greindi frá opnun á sýningu hans Sömuleiðis síðastliðinn febrúar í Reykjavík. Þá lýsti Margeir sýningunni svo: „Ég reyni að vera í stanslausri þróun, að brjóta niður og byggja upp. Þema verkanna eru margþætt og hægt er að finna mismunandi útgöngupunkta í hverju verki. Sögur og samhengi sem koma út frá undirmeðvitundinni, alheimsvitundinni, guðdómleika eða hvað sem þú kýst að kalla það. Það eru nokkur atriði sem ég virðist sækja aftur í flestum verkum. Sjálfið, næmni, orka og bylgjutíðnir í kringum okkur og sú sem við gefum frá okkur.“

Skilið verkunum svo börn hans fáið notið þeirra

Í tilkynningu frá fjölskyldunni segir:

Okkar ástkæri faðir, kærasti, sonur, bróðir og barnabarn Margeir lést laugardaginn 30. mars. Við erum þakklát fyrir allan þann stuðning sem þið hafið sýnt okkur.

Margeir var hæfileikaríkur og afkastamikill listamaður. Við vitum að einhverjir vina hans fengu að geyma listaverk eftir hann og óskar fjölskyldan eftir að verkum hans verði skilað til ættingja svo ad börnin hans fái notið.

Það er okkur afar þungbært að kveðja okkar ástkæra Margeir en minning hans mun lifa í afkomendum, verkum hans og þeirri gleði og birtu sem hann fyllti líf okkar.

Endilega verið í sambandi við okkur 
oculusmusic@gmail.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu