fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Stefán slapp vel frá hatursglæp: „Þið Arabar eigið ekki að vera hér“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 14:12

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Árnason hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á öryggisvörð af erlendum uppruna í matvöruverslun í Reykjavík. Samkvæmt dómi tók hann öryggisvörðinn hálstaki og þrengdi að öndunarvegi, sló hann með olnboga í höfuð og líkama sem og ýtti í síðu hans og valdið því að hann féll á handrið. Atvikið átti sér stað árið 2016.

Stefán var enn fremur ákærður fyrir hatursorðræðu gegn manninum en slapp við dóm hvað það varðar þar sem saksóknari þýddi ummæli hans í ákæru. Stefán var ákærður fyrir að segja „helvítis arabi og múslimi“ og „helvítis múslimi“ við manninn. Hann hafi hins vegar sagt „why are you looking at me muslim“ samkvæmt lögreglumönnum á vettvangi.

Klappaði honum

Fyrir dómi bar Stefán fyrir sig að hann hafi átt í orðaskiptum við öryggisvörðinn þar sem honum hafði verið meinaður inngangur.

„Hann kvaðst hafa spurt af hverju og hefðu þeir rætt um það. Kvaðst ákærði hafa spurt eftir verslunarstjóranum og hefðu þeir þá sagt að félagi ákærða væri hann. Ákærði kvaðst þá hafa klappað brotaþola á öxlina og sagt að hann myndi kvarta undan þessu. Hann kvaðst svo hafa snúið sér við til að ganga út úr versluninni en í því hefði brotaþoli kýlt í áttina til hans. Ákærði kvað brotaþola hafa sagt að hann hefði verið að stugga við brotaþola þegar hann klappaði honum og félaga hans á öxlina. Ákærði kvaðst aftur hafa klappað brotaþola á öxlina og hefði hann þá slegið á hendurnar á sér. Í framhaldinu hefði komið til átaka þegar ákærði hafði snúið sér við og var að ganga í burtu. Ákærði kvað brotaþola hafa slegið til sín hnefahögg á vangann,“ segir í dómi.

„Eigið að fara heim til ykkar“

Öryggisvörðurinn lýsti atvikinu öðru vísi. Hann sagði að Stefán hefði komið fyrr um kvöldið og hefði komið til orðaskipta milli þeirra. Hann hefði svo komið aftur um tveim tímum síðar.

„Ákærði hefði komið beint til hans og spurt „af hverju ertu að horfa á mig mother fucker?“ og bætt einhverju við. Brotaþoli kvaðst hafa svarað að hann væri að vinna og hann ætti að horfa á fólk sem kæmi inn. Ákærði hefði reiðst þessu og farið að blóta honum og einnig sagðist hann ætla að sjá til þess að þeir Arabar sem væru að vinna þarna yrðu reknir. Brotaþoli kvaðst ekki hafa svarað þessu en ákærði hefði þá ýtt í öxlina á honum. Brotaþoli kvaðst hafa sagt við ákærða að koma ekki við sig og þá hefði hann ráðist á sig. Brotaþoli kvað ákærða hafa tekið sig hálstaki. Hann hefði reynt að losa sig en ákærði hefði haldið sér og svo ýtt sér á grindverk úr málmi sem hafi brotnað. Ákærði hefði reynt að losa stykki úr grindverkinu og sagt að hann ætlaði að drepa brotaþola. Þá kvað hann ákærða hafa slegið sig með olnboga í brjóstkassann. Einnig kvaðst hann hafa fengið högg bak við eyrað en mundi ekki hvernig það gerðist. Brotaþoli kvað ákærða hafa þrengt að öndunarvegi hans. Þá lýsti brotaþoli því að hann hefði rifbrotnað og fyndi enn til. Þá kvað brotaþoli ákærða hafa sagt að „þið Arabar eigið ekki að vera hér og eigið að fara heim til ykkar“ og þú ert „múslimi fokker“. Hann kvað sig og ákærða hafa ræðst við á ensku og hefðu ummælin verið sögð á því máli,“ segir í dómi.

Öryggismyndavél verslunarinnar studdi lýsingu öryggisvarðarins sem og lýsingar samstarfsmanna hans. „Lýsing á áverkum brotaþola í ákæru er byggð á áverkavottorði. Hér að framan var rakinn framburður læknis sem skoðaði brotaþola og ritar vottorðið. Eins og þar kemur fram gat læknirinn ekki staðfest að brotaþoli hefði rifbrotnað. Ákærði verður því sýknaður af því að hafa brotið rif í brotaþola en sakfelldur fyrir að valda honum öðrum áverkum sem vel geta komið heim og saman við átök þeirra sem ákærði átti upptökin að, eins og lýst var,“ segir í niðurstöðukafla dómsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu