fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Valur neitar að tjá sig: „Við erum ekki að tala um einhverja bandaríska bíómynd þar sem menn standa upp eftir slagsmál og fá sér viskýglas“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur Lýðsson sem var sakfelldur og dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum á bænum Gýgjarhóli II fyrir um ári síðan, vildi ekki tjá sig fyrir í Landsrétti í morgun. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur farið fram á að refsing verði þyngd.

Það virtist koma viðstöddum, samkvæmt frétt RÚV, töluvert á óvart að Valur kaus að tjá sig ekki. RÚV greinir einnig frá því að Helgi Magnús hafi minnst þess að þrátt fyrir meint minnisleysi hefði Valur  kannast við að hafa átt í átökum við bróður sinn þegar hann hringdi í Neyðarlínuna en við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands kvaðst Valur ekki muna eftir kvöldinu örlagaríka og þvertók fyrir að hafa banað bróður sínum af ásetningi.

Réttarmeinafræðingurinn, Kunz, sem rannsakaði lík bróðurins, Ragnars Lýðssonar, sagði að traðkað hefði verið á höfði Ragnars og hefði árásarmaðurinn verið klæddur í sokka. Hann sagði að Ragnar hefði orðið fyrir ofsafenginni árás sem hefði leitt til fjölmargra áverka á andliti hans og höfði. Kunz sagði að Ragnar hefði hálsbrotnað meðan hann var meðvitundarlaus, en það hefði þó ekki verið banamein hans. Ragnar hefið lent í andnauð vegna uppkasta sem væri algeng dánarorsök þeirra sem látast vegna höfuðhögga.  Engir áverkar voru á líkinu sökum eggvopna en Kunz útilokaði ekki að þungum hlut hefði verið beitt við aðförina.

Áverka á höndum Ragnars mætti líklega skýra með því að fast hefði verið gripið um upphandleggi hans og áverkar á Vali sjálfum gæfu til kynna að átök hefðu átt sér stað.

Dómari spurði Kunz hvort það mætti sá af líki Ragnars að hann hefði barist fyrir lífi sínu, en Kunz taldi það ekki eiga við þar sem Ragnar hefði verið meðvitundarlaus.

Helgi Magnús sagði það ljóst að ásetningur Vals hefði verið meiri en bara sá að ná yfirhöndinni í slagsmálum, enda ljóst að Ragnar hafi verið meðvitundarlaus þegar Valur traðkaði á höfði hans.

„Þegar menn ráðast að einhverjum og sparka ítrekað í höfuðið, það  er lífshættulegt, […] Við erum ekki að tala um einhverja bandaríska bíómynd þar sem menn standa upp eftir slagsmál og fá sér viskýglas.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu