fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Þingmaður VG í hjartaþræðingu: „Svekkelsi að hafa ekki tekist að forðast að fara í aðgerð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, fór í hjartaþræðingu í morgun. Hann birti af mynd af sér af göngum hjartadeildar Landspítalans og yfirskiftina: „Verkefni dagsins“. Fyrir nokkrum vikum, nánar tiltekið þann 21. mars, skýrði Andrés Ingi frá því að þetta væri í uppsiglingu, en hjartasjúkdómar eru algengir á meðal karlmanna í ætt hans. Andrés skrifaði þá:

„Fyrir átta árum fór ég í hjartarannsókn, eftir að frændi minn fékk hjartaáfall hálffertugur og við fórum að sjá skýrt mynstur hjartasjúkdóma hjá karlmönnum í ættinni. Þá kom í ljós að kólesterólið hjá mér var í hæstu hæðum og sneiðmynd af hjartanu sýndi talsverðar þrengingar í einni kransæðinni. Síðan þá hef ég verið á lyfjum til að halda þessu í skefjum, auk þess að vera meðvitaður um mataræði og hreyfingu.“

Þrátt fyrir þessa lífsstílsbreytingu reyndist hjartaþræðing hins vegar óhjákvæmileg:

„Um daginn fór ég aftur í sneiðmyndatöku til að sjá hver staðan væri. Þá kom í ljós að þrengingin var orðin að algjörlega lokaðri kransæð. Ég hef ekki fundið nein einkenni þessa, er hinn hressasti og að öðru leyti lítur hjartað ágætlega út. Þetta þýðir hins vegar að fljótlega fer ég í hjartaþræðingu til að losa stífluna.“

Andrés lýsir vonbrigðunum með þessa niðurstöðu en einnig hvernig hann hefur sæst við hana. Mun hann ekki þurfa að vera nema 2-3 daga frá vinnu vegna aðgerðarinnar:

„Það er auðvitað dálítið sjokk og jafnvel svekkelsi að mér hafi ekki tekist að forðast það að fara í aðgerð, en ég stæði frammi fyrir mun erfiðari stöðu ef ég hefði ekki verið í reglubundnu eftirliti og meðferð undanfarin átta ár. Þá er jákvætt að þessi aðgerð fyrirbyggir vonandi enn verri stöðu í framtíðinni – og eins furðulegt og það kann að virðast, þá er hjartaþræðing til þess að gera minniháttar aðgerð þannig að ég þarf líklega ekki að vera frá vinnu nema 2-3 daga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu