fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Góðar fréttir úr Víðinesi: „Ég er öruggur núna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. apríl 2019 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var fundað með okkur rétt eftir að DV birti þessa frétt og við fullvissuð um að enginn væri að fara að lenda á götunni. Ég er öruggur núna,“ segir Svanur Elíasson, íbúi í Víðinesi, en þar búa 11 einstaklingar sem áður voru heimilislausir. Eins og kom fram í umfjöllun DV í síðustu viku þá eru íbúarnir án leigusamnings og áform um framtíðarnotkun á húsinu eru í óvissu.

Í raun er um að ræða tvö hús og stendur stærra húsið autt. Samkvæmt fundinum sem haldinn var með íbúunum er vel líklegt að starfsemi í eftirmeðferð vímuefnasjúklinga hefjist í stærra húsinu í haust. Íbúarnir voru fullvissaðir um að ef minna húsið, þar sem þeir búa, yrði notað í aðra starfsemi þá yrði þeim útvegað annað húsnæði í fullu samráði við þá. Eru þar ýmsir kostir mögulegir en einnig er vel hugsanlegt að íbúarnir verði áfram í Víðinesi.

„Þetta var góður fundur og okkur var lofað því að upplýsingastreymið yrði betra hér eftir. Ég held að þessi umfjöllun í DV hafi hreyft við málinu,“ segir Svanur og er sáttur í bili.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“