fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Ömurleg aðkoma hjá íbúum í morgun: „Tjónið hleypur á hundruðum þúsunda“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. apríl 2019 15:48

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum fengið nokkrar tilkynningar inn á borð til okkar. Það var stungið á dekk og brotist inn í bíla,“ segir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Flatahrauni í Hafnarfirði, í samtali við DV.

Miðað við umræðu í Facebook-hópi íbúa í Vallarhverfi í Hafnarfirði var nokkuð um innbrot í bíla og skemmdarverk á þeim í nótt. Meðal annars var búið að stinga á dekk bíla, rispa lakkið á þeim og skemma rúðuþurrkur.

Einn segir til dæmis að bíll hans hafi verið rispaður djúpt allan hringinn og oddhvass hlutur hafi augljóslega verið notaður til verksins. Þá var stungið á dekkin. „Tjón þetta hleypur á hundruðum þúsunda vegna lakkskemmda og ónýtra dekkja,“ segir íbúinn.

Miðað við umræður í hópnum blasti ófögur sjón við mun fleiri íbúum í morgunsárið. Svo virðist vera sem farið hafi verið inn í nokkra bíla og ýmsu lauslegu stolið. Einn segir til dæmis að Garmin-myndavél hafi horfið en búið var að róta í bílnum. Að sögn Sævars eru málin til skoðunar hjá lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“