fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Sjáðu örvæntingu Hannesar: „Hann gerði það aftur!“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 8. apríl 2019 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan íslenska skákheimsins er fátt eins umtalað og atvik sem átti sér stað um helgina. Þá fór fram bikarmót í hraðskák í beinni útsendingu á RÚV. Hannes Hlífar einn fremsti stórmeistari Íslands í skák gerði skelfileg mistök fyrir allra augum.

Gunnar Sigurðarson, oftast nefndur Gunnar á Völlum, birtir á Twitter stutt myndskeið af atvikinu og skrifar: „HANN GERIR ÞETTA AFTUR og örvæntingin í andliti….. og þú horfir aftur og aftur og aftur og aftur“

DV hafði samband við annan lýsenda útsendingarinnar, Björn Þorfinnsson, sem lýsti atvikinu svo: „Hannes Hlífar var sumsé að tefla seinni skákina í einvígi gegn Hjörvari Steini Grétarssyni. Hjörvar hafði unnið fyrri skákina og því varð Hannes að vinna til að jafna metin. Hann var á góðri leið með það þegar hann lék ólöglegum leik. Færði hrók sem var leppur en það er stranglega bannað. Það þýðir að kóngur Hannesar hefði staðið í skák eftir leikinn. Stuttu seinna hreyfði hann aftur sama hrókinn, sem var ennþá ólöglegur leikur, og þar með var dæmt tap á hann í skákinni. Í fyrra skiptið fékk Hjörvar Steinn viðbótartíma en ef maður leikur aftur ólöglegum leik er skákin dæmd töpuð. Þetta er mjög óvenjuleg mistök á hæsta stigi skáklistarinnar en það getur ýmislegt farið úrskeiðis þegar menn eru bara með nokkrar sekúndur til þess að hugsa sig um.“ 

Atvikið má sjá hér fyrir neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“