fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Fáir hafa það jafnskítt og tekjulágir, eignalitlir feður: „Þeir mega éta það sem úti frýs“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 8. apríl 2019 11:46

Guðmundur Steingrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður og heimspekingur, segir kerfið á Íslandi vera óvinveitt einstæðum feðrum. Þar virðast feður fá skilaboðin að þeir geti allt eins látið sig hverfa, því kerfið viðurkenni bara annað foreldrið, í langflestum tilvikum móður, sem lögheimilisforeldri og veiti aðeins því stuðning. Nýundirritaðir lífskjarasamningar geri ekkert til að bæta þá stöðu, þrátt fyrir að tekjulágir einstæðir feður séu fátækasta fólk landsins, en markmið samninganna var að bæta stöðu þeirra tekjulægstu í íslensku samfélagi. Þetta kemur fram í pistli Guðmundar í Fréttablaðinu.

„Það er ákaflega gamaldags viðhorf til fjölskyldumála, að ímynda sér það að við sambúðarslit eigi móðirin ein að axla ábyrgð á börnunum, en faðirinn eigi að láta nægja að borga meðlag og sé að öðru leyti stikkfrír. En svona hugsar kerfið,“ segir Guðmundur í pistli sínum og minnir á að í dag sé það algengt fyrirkomulag við sambúðarslit foreldra, að barnið njóti jafnrar umgengni við báða foreldra, enda sýni rannsóknir framá að slíkt fyrirkomulag komi vel út fyrir börnin.

„Enn í dag, þrátt fyrir þessar miklu samfélagsbreytingar, sendir kerfið körlum þessi skilaboð: Farðu bara. Leigðu þér bara risíbúð. Vertu á barnum. Haltu áfram að leika þér. Borgaðu meðlag. Með öðrum orðum: Litlar sem engar alvörukerfisbreytingar, í lögum eða annars staðar, hafa átt sér stað til þess að koma til móts við hina breyttu veröld.  Í lögunum skal barn alltaf búa á einu heimili – sem er yfirleitt hjá móður – þótt sannanlega sé veröldin alls ekki þannig.“

Guðmundur segist leggja sérstaklega við hlustir þegar hann heyri umræður um nauðsyn þess að bæta kjör ýmissa hópa samfélagsins.„Aldrei eru umgengnisforeldrar nefndir í þeirri upptalningu. Það virðist vera einlögur vilji kerfisins að minnast ekki á þá einu orði.“ Dæmi um þetta eru lífskjarasamningarnir sem voru undirritaðir í síðustu viku. Þar er talað um að bæta kjör fjölskyldna með börn svo sem með hækkun barnabóta. En slík hækkun skilar sér aðeins til þess foreldris sem barnið er með lögheimili hjá, alveg sama þótt barnið sé í jafnri umgengni við báða foreldra sína.

„Í bókum kerfisins eru einstæðir feður eiginlega ekki til. Börnin eru ekki skráð með lögheimilið hjá þeim. Þeir eru því skráðir einstæðingar. Kerfið segir að þeir eigi ekki börn. Þeir eru því ekki studdir.“

Í grein sinni heldur Guðmundur því fram að fátækasta fólk landsins komu úr þeim röðum. „Fáir hafa það jafnskítt og tekjulágir, eignalitlir feður sem vilja þó allt gera til þess að taka þátt í uppeldi barna sinna. Þeir fá engan stuðning, heldur þvert á móti. Þeir þurfa að borga“

Alveg sama þótt verkalýðsforysta blási í herlúða gegn fátækt og ríkisstjórn hækki stuðning við foreldra, þá skal þessi hópur – feður – grafinn og gleymdur. Viðhorfið er augljóst og merkilega kuldalegt: Þeir mega éta það sem úti frýs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu