fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Facebook fjarlægði pistil Gunnars Smára

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. apríl 2019 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, varð fyrir því að pistill sem hann skrifaði á Facebook í gær – og vakti talsverða athygli – var fjarlægður af miðlinum.

„Ég veit ekki hvort aðgerðir Facebook gegn sósíalistum og stéttabaráttunni er hafin, að gagnrýni á kapítalismann og hin ríku sé nú skilgreint sem hatursumræða; en svona er sem sagt farið með póstana mína. Þessi var um verðbólgumarkmið og undarlega peningamálastefnu Seðlabankans. Hafið þið lent í þessu? Verður það svo að við getum bara dreift Reykjavíkurbréfum Moggans í framtíðinni?“ segir Gunnar Smári í færslu á Facebook í morgun.

Hann birtir svo skjáskot af skilaboðunum sem hann fékk frá Facebook en þar segir að færsla hans hafi farið gegn reglum miðilsins. Það er þó ekki útskýrt nánar en líklegt má telja að einhver, eða einhverjir, hafi tekið sig saman og tilkynnt efnið til Facebook.

Svo virðist vera sem Facebook hafi séð að sér því pistillinn sem var fjarlægður varð skyndilega aftur aðgengilegur í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“