fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Svaf í runna í miðborginni: „Hélt hann för sinni áfram hinn hressasti“ – Gluggagægir í Árbænum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. apríl 2019 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði, venju samkvæmt, í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt. Einn ökumaður var stöðvaður fyrir ofsaakstur en bifreið hans mældist á 175 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Samkvæmt sektarreikni á vef Umferðarstofu getur ökumaðurinn átt von á ákæru og dómi vegna brotsins.

Gangandi vegfarendur óskuðu svo eftir aðstoð lögreglu í nótt vegna manns sem lá sofandi í runna í miðborginni. „Maðurinn vakinn af lögreglu og hélt hann för sinni áfram hinn hressasti eftir létt spjall við lögreglu,“ segir lögreglan í skeyti sem hún sendi fjölmiðlum í morgun.

Þá var tveimur unglingsstúlkum í annarlegu ástandi komið til aðstoðar, önnur stúlknanna er 13 ára en hin er 16 ára. Sú yngri var inni á bensínstöð í Mosfellsbæ þegar óskað var eftir aðstoð lögreglu. Stúlkan var í mjög annarlegu ástandi og veik sökum þess. Lögregla flutti stúlkuna á slysadeild þar sem foreldrum og barnavernd var gert gert grein fyrir málinu. Sú eldri var í heimahúsi í Hlíðunum og var hún mjög ölvuð. Stúlkan var flutt á slysadeild með sjúkrabíl og var foreldrum og barnavernd gert viðvart.

Nokkuð var um stympingar og ölvun í borginni. Þannig var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem var til ama fyrir aðra gesti á skemmtistað í Breiðholti. Maðurinn var mjög ölvaður og var hann aðstoðaður út af staðnum og í leigubíl. Þá óskuðu dyraverðir í miðbænum eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem veittist að þeim. Hann var fjarlægður af vettvangi og sleppt að upplýsingatöku lokinni. Svo var óskað eftir aðstoð lögreglu við gistiskýlið vegna líkamsárásar og eignaspjalla. Maðurinn var fjarlægður af vettvangi. Óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslun í Breiðholti vegna konu í annarlegu ástandi. Henni var vísað út og hélt hún sína leið.

Loks er þess getið í dagbók lögreglu að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu í Árbæ vegna gluggagægis. Kona hafði samband við lögreglu og sagði að maður væri búinn að liggja á glugganum hjá sér í 10 mínútur. Hann var hins vegar á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang.

Lögreglan stöðvaði 6 ökumenn fyrir ölvun og eða fíkniefnaakstur. Einnig reyndust tveir þeirra sviptir ökuréttindum og með fíkniefni í fórum sínum.

Loks sinnti lögregla  útköllum vegna hávaða víðs vegar um borgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“